Fjögur fyrirtæki fengu viðurkenningar fyrir störf sín í ferðaþjónustu

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ásamt Halldóri Guðmundssyni, Freyju Rut …
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ásamt Halldóri Guðmundssyni, Freyju Rut Emilsdóttur, Ingibjörgu Elínu Jónasdóttur og Linda Maríu Árnadóttur. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands

SBA Norðurleið var valið fyrirtæki ársins 2021 á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi í ár. Markaðsstofa Norðurlands veitir verðlaunin til fyrirtækis sem hefur skapað sér stekra stöðu á markaði og sem hefur unnið að upphyggingu, vörþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlandi. 

Engin uppskeruhátíð var haldin á síðasta ári vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í ár var farið um vestanverðan Eyjafjörð, fyrirtæki á Dalvík og Ólafsfirði heimsótt áður en haldið var í Fljótin og þaðan á Siglufjörð. Á Kaffi Rauðku var slegið upp veislu um kvöldið og var fyrirtækjum veittar viðurkenningar fyrir störf sín. 

1238: Battle of Iceland hlaut viðurkenningu sem sproti ársins. Þessi viðurkenning er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. 1238: Battle of Iceland var stofnað árið 2019 og býður upp á aðstöðu fyrir bæði minni og stærri hópa. Sögusetrið 1238 er gagnvirk sýning sem færir viðskiptavini nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika er þeim boðið að taka þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar og beinlínis stíga inn í sögu Sturlungaaldar. 

Viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar hlaut Linda María Ásgeirsdóttir. Sú viðurkenning er veitt einstaklingi sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Hún hefur verið í forsvari fyrir Ferðamálafélag Hríseyjar og rekur núna veitingastaðinn Verbúð 66 í Hrísey. Einnig hefur hún setið í svæðisráði Hríseyjar fyrir Akureyrarbæ og unnið með Markaðsstofu Norðurlands.

Í ár var ákveðið að bæta fjórðu viðurkenningunni við. Hvatningarverðlaun ársins 2021 voru veitt Fairytale at Sea. Fyrirtækið var stofnað árið 2018 og býður upp á þjónustu sem byggir vel undir ímynd Norðurlands og er orðið þekkt meðal innlendra og erlendra ferðamanna fyrir einstaka upplifun.

Ingibjörn Elín Jónasdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd SBA.
Ingibjörn Elín Jónasdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd SBA. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands
Freyja Rut Emilsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd 1238: Battle …
Freyja Rut Emilsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd 1238: Battle of Iceland. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands
Linda María Ásgeirsdóttir.
Linda María Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands
Halldór Guðmundsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Fairytale at Sea.
Halldór Guðmundsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Fairytale at Sea. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands
mbl.is