Bella Hadid á Bahamaeyjum með Bond-teyminu

Bella Hadid er andlit nýrrar auglýsingaherferðar Michael Kors og 007.
Bella Hadid er andlit nýrrar auglýsingaherferðar Michael Kors og 007. AFP

Ofurfyrirsætan Bella Hadid er stödd á Bahamaeyjum um þessar mundir við tökur á nýrri auglýsingu fyrir tískurisann Michael Kors. Framleiðendur Bond-myndarinnar No Time to Die eru í samstarfi við tískurisann um þessar mundir og hefur ný lína úr samstarfinu litið dagsins ljós. Línan samanstendur af fatnaði og fylgihlutum í anda Bond-myndanna. Daily Mail greinir frá.

Bella Hadid er andlit samstarfsins og ekki annað að sjá en hún taki sig vel út sem eins konar Bond-stelpa. Hefur hún leyft aðdáendum sínum að fylgjast með samstarfinu í gegnum samfélagsmiðilinn instagram síðustu daga en þar situr hún gjarnan fyrir í sundfötum þar sem línurnar fá að njóta sín.

Náttúrulegt og sólkysst útlitið sver sig í suðrænt umhverfið og fellur vel að fáguðum fylgihlutunum sem allir eru merktir 007. Það er vel við hæfi að segja að fylgihlutirnir séu jafn dularfullir og snjöllu njósnararnir sem hefur brugðið fyrir í Bond-myndunum hingað til, en aðallitatónar línunnar eru svartir, brúnir og gullnir.

„Að fá að vinna með Bond-teyminu er draumur sem varð að veruleika,“ sagði Hadid við færslu sem hún deildi á instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

View this post on Instagram

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

mbl.is