Flatmagar á sólarströnd í Karíbahafi

Nicole Scherzinger dvelur á Mandarin Oriental hótelinu á Canouan.
Nicole Scherzinger dvelur á Mandarin Oriental hótelinu á Canouan. Skjáskot/Instagram

Bandaríska söngkonan Nicole Scherzinger nýtur heldur betur lífsins þessa dagana á Canouan eyju sem tilheyrir St. Vincent og Grenadínum. 

Scherzinger hefur birt ófáar myndir af sér á sundfötunum á ströndinni og við sundlaugina undanfarna daga. Hún merkti Mandarin Oriental hótelið á myndirnar og má af því draga þá ályktun að hún dvelji á hótelinu. 

Mandarin Oriental er fimm stjörnu hótel á Canouan og eitt það vinsælasta. Nóttin kostar að minnsta kosti 160 þúsund íslenskar krónur. 

mbl.is