Viktoría og Sóli njóta í Napólí

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eru á Ítalíu.
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eru á Ítalíu.

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og uppistandarinn Sólmundur Hólm Sólmundarson eru stödd í Napólí á Ítalíu.

Viktoría hefur stýrt þáttunum Fyrir alla muni ásamt Sigurði Helga Pálmasyni sem sýndir hafa verið á Ríkisútvarpinu auk þess sem hún hefur sinnt dagskrárgerð á fjölmiðlinum. Sóli hefur gert það gott í fjölmiðlum og uppistandi undanfarin ár og hefur nýjasta sýning hans Loksins eftirhermur slegið í gegn. 

Parið flaug út um helgina en með þeim í för er yngsti sonur þeirra, Hermann Flóki. Hermann litli hefur unnið hug og hjarta eldri borgara á Ítalíu en foreldrarnir sýndu stoltir frá því á Instagram þar sem eldri maður var með stjörnur í augunum yfir sólargeislanum litla. 

Hermann er yngstur fimm systkina en Viktoría og Sóli eiga einnig synina Matthías og Baldvin og dæturnar Birtu og Hólmfríði Rósu.

mbl.is