Eyðir jólunum í Bandaríkjunum

Tanja Ýr eyðir jólunum í Bandaríkjunum.
Tanja Ýr eyðir jólunum í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir ætlar að verja jólunum í Bandaríkjunum. Tanja hefur verið á miklu flakki um heiminn undanfarna mánuði og virðist ekkert ætla að stoppa. 

Tanja Ýr rekur fyrirtækin Ýr Cosmetics, Forward Branding og Glamista hair en það síðastnefnda rekur hún ásamt vinkonu Kolbrúnu Elmu Ragnarsdóttur. Kolbrún býr í Miami í Flórída og hefur Tanja dvalið hjá henni reglulega. 

Tanja er um þessar mundir í Miami en hún hefur einnig verið í Tyrklandi og Bretlandi á þessu ári. Hún greindi frá því á Instagram að hún ætlaði að verja jólunum í Bandaríkjunum og auglýsti eftir því hvar hún gæti pantað söru smákökur til að láta senda til sín vestur um haf. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is