Ástfangin á afmælisdaginn í Mexíkó

Travis Barker og unnusta hans Kourtney Kardashian fögnuðu 46 ára …
Travis Barker og unnusta hans Kourtney Kardashian fögnuðu 46 ára afmæli hans í San Cabo Lucas í Mexíkó. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og unnusti hennar, tónlistarmaðurinn Travis Barker, fögnuðu 46 ára afmæli hans í fríi í Cabo San Lucas í Mexíkó. Parið hefur birt fjölda mynda úr ferðalaginu en börnin fengu að koma með í fríið. Barker átti afmæli hinn 14. nóvember.

Kardashian á þrjú börn Mason, Penelope og Reign úr fyrra sambandi og birti hún mynd af yngri börnunum tveimur á hestbaki á ströndinni í Mexíkó. 

mbl.is