Ástrós og kærastinn í helgarferð í Póllandi

Adam Karl Helgason og Ástrós Traustadóttir.
Adam Karl Helgason og Ástrós Traustadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir og kærasti hennar Adam Karl Helgason skelltu sér til Gdansk í Póllandi um helgina. 

Parið sýndi frá helginni á Instagram en nokkuð jólalegt var um að litast í borginni þessa síðustu helgi fyrir aðventu. 

Ástrós og Adam virðast hafa brallað ýmislegt um helgina og fóru meðal annars á Muzeum II Wojny Światowej w Gdańsku sem er safn um seinni heimstyrjöldina. Þau fóru einnig í parísarhjól, sem sló þó ekki í gegn hjá Ástrósu þar sem hún er mjög lofthrædd.mbl.is