Úti að borða í útlöndum að hætti Ingu Tinnu

Inga Tinna á Kiin Kiin í Kaupmannahöfn.
Inga Tinna á Kiin Kiin í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Inga Tinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Dineout, ferðast mikið og finnst hún alltaf vera komin heim þegar hún kemur til London. Hún mælir með mörgum góðum veitingastöðum í borginni en einnig vel völdum stöðum við Lake Como á Ítalíu, í Kaupmannahöfn, New York og Tókýó.

„Þessar borgir og þessi listi er lítið brotabrot af því sem manni langar að tala um en uppáhalds ferðalögin eru meðal annars til Tókýó, í Karíbahafið, Bahamas, Miami, New York, Boston, Washington, Toronto, Barcelona, Andalúsía á Suður-Spáni, Lake Como og Gardavatnið auk Parísar og fleiri borga. Hér verður stiklað á stóru í nokkrum borgum,“ segir Inga Tinna. 

Inga Tinna sem var nýlega í viðtali um ferðalög á ferðavef mbl.is deilir hér með lesendum hvar hún fær besta matinn erlendis. 

„Ég fæ besta matinn á Ítalíu, í London og New York án nokkurs vafa. Ég á mér marga uppáhaldsstaði og er búin að koma mér upp rútínu á hverjum stað. Mér finnst fátt skemmtilegra en að uppgötva nýja staði í bland og geri mikið af því að skoða tískublöð, greinar og blogg sem mæla með góðum nýjum stöðum. Ég fylgist líka með í þáttum og bíómyndum og fæ þar kannski hugmyndir að nýjum stöðum til að prófa, ef mér líst svo á,“ segir Inga Tinna. 

London

„London er í miklu uppáhaldi. Mér finnst ég oftast vera komin heim þegar ég kem til London,“ segir Inga Tinna um borgina. Hún segist oftast vera á Covent Garden-svæðinu og gistir þá gjarnan á Radisson Blu Edwardian á Mercer Street. „Ég á svo marga uppáhaldsstaði í London að það væri ritgerð að skrifa um þá alla en til að nefna einhverja þá myndi ég klárlega stikla á stóru með þessum hætti:

Morgunmatur:

● Bill­'s í Co­vent Garden.
● Where the pancakes are

Brunch/Lunch:

● Balthazar. Franskur bistró staður sem á uppruna sinn í Soho New York og hefur verið í uppáhaldi hjá mér í fjölda ára. Ég sá hann fyrst í kringum 2008 þegar ég horfði á Sex and the City þættina. Þá fóru þær stöllur á sunnudögum í kampavínsbröns á staðinn. Nú hafa þeir opnað í London líka, alveg við Covent Garden. Staðurinn þar er alveg eins uppsettur eins og staðurinn í New York. Inn af staðnum er geggjað bakarí sem þeir eru líka með.

Dögurð á Balthazar er góð hugmynd.
Dögurð á Balthazar er góð hugmynd. Skjáskot/Instagram

● The Ivy Mar­ket Grill er í Covent Garden og er frábær bæði í lunch og kvöldmat. Kósý umhverfi, fallegt og góður matur.

● Polo lounge – á sumr­in.

● The Ritz Restaurant – Ef það á að gera extra vel við sig mæli ég með Michel­in-stjörnu staðnum The Ritz Restaurant. Staður­inn er inni á Ritz hót­el­inu sem er auðvitað í al­gjör­um sér­flokki. Þarna þurfa karl­ar að vera í jakka og með bindi en ekki ör­vænta, ef þú gleym­ir bind­inu er hægt að leigja slíkt.

● Mews of Ma­yf­a­ir – Fal­in perla og þar skap­ast mik­il stemmn­ing.“ Elska að fara þangað seinnipartinn, mjótt stræti sem maður þarf aðeins að hafa fyrir að finna ef maður hefur ekki farið áður.

Drykk­ir og létt­ur mat­ur með:

● Mews of Ma­yf­a­ir

● St Mart­ins Lane Hotel hót­el­bar­inn.

● Polo Lounge á Dorchester Rooftop – á sumr­in. „Geggjaður staður með út­sýni yfir Hyde Park og mjög vin­sæll hjá stjörn­un­um. Þar sem LA hitt­ir London.

 Kaffi: „Mon­mouth möst að prófa.

Kvöld­mat­ur:

● St Mart­ins Lane Hotel – Drykk­ur á kokteil­barn­um (Blind Spot London) sem er frek­ar fal­inn inn af hót­el­inu. Á hót­el­inu er svo æðis­leg­ur veit­ingastaður til að borða á.

● Mews of Ma­yf­a­ir.

● ROKA – Char­lotte street er sus­hi og jap­ansk­ur, flott­ur og góður staður.

● Nobu er líka alltaf klassískur, flottur og góður japanskur.

● La Bo­dega Negra er geggjaður mexí­kósk­ur staður. Staður­inn er upp­á­haldsstaður fyr­ir­sæt­unn­ar Kate Moss. Þú labb­ar inn í kyn­líf­stækja­búð og innst inni í henni er hurð sem þú opn­ar og við það tek­ur starfsmaður veit­ingastaðar­ins á móti þér. Rétt hjá er svo staður sem heit­ir Little Ita­ly þar sem er gam­an að fara og dansa ef fólk er í fíl­ing fyr­ir það.

● Abeno Too er jap­ansk­ur veit­ingastaður. Staður­inn tek­ur ekki við borðabók­un­um og oft­ast er löng röð en vel þess virði. Þú sit­ur uppi á köss­um og ofan í kass­ana set­ur þú jakk­ann þinn og veski. Það er setið við bar­inn þar sem mat­ur­inn er eldaður fyr­ir fram­an þig. Þarna er fræg­ur jap­ansk­ur rétt­ur sem heit­ir okonomi yaki og fleira svaka­lega gott. Þarna er ekk­ert sus­hi eins og maður teng­ir oft­ast við jap­anska staði. Ég sat eitt sinn ein fyr­ir jól­in og við hliðina á mér sat maður sem pantaði sér rétt sem tók 30 mín­út­ur að elda fyr­ir fram­an okk­ur. Ég spurði hann hvort þetta væri góður rétt­ur. Hann sagði: „Leyfðu mér að út­skýra! Ég tók lest­ina frá Par­ís í morg­un og kom beint hingað og pantaði þenn­an rétt. Ég rölti aðeins um og kom svo aft­ur núna til að panta þenn­an rétt. Ég tek svo lest­ina aft­ur til Par­ís­ar í kvöld.“ Þetta var nógu góð ástæða fyr­ir mig til að prófa rétt­inn og hann var að sjálf­sögðu æðis­leg­ur.

● Hakkas­an Ma­yf­a­ir. Frábær kínverskur Michelin staður. Sá fyrsti opnaði í London fyrir um 20 árum síðan en hefur nú opnað víðsvegar um heiminn síðan. Algjört ævintýri fyrir bragðlaukana og fallegt umhverfi.

Hakkasan býður upp á girnilega mat.
Hakkasan býður upp á girnilega mat. Skjáskot/Instagram

● Ítalskur góður sem ég fór á síðast heitir Manteca og er í Soho, geggjað pasta sem er búið til á staðnum.

● Ind­versk­ur. Það er mikið af góðum ind­versk­um stöðum í London. Ef maður vill upp­lifa hráa en skemmti­lega menn­ingu er gata sem heit­ir Brick Lane sem er með fullt af ind­versk­um stöðum. Staðirn­ir eru svo­kallaðir B&B staðir (bring your own bottle) og á hverju götu­horni er versl­un sem sel­ur drykki til að taka með á staðina. Minn upp­á­halds þar heit­ir Ala­din.

„Það er fjöldi mat­ar­markaða í London en Borough Mar­ket er í upp­á­haldi hjá mér. Það er mikið líf, sér­stak­lega á laug­ar­dög­um. Þar er ferskt hrá­efni, græn­meti, ávext­ir, blóm, ost­ar, vín og allt sem kitl­ar bragðlauk­ana. Tengt því er hægt að prófa skemmti­lega uppá­komu sem geng­ur út á það að skrá sig á mat­reiðslu­nám­skeið tengt markaðnum. Þá er kokk­ur sem sér um að fara með þér eða hópi fólks á markaðinn og fer svo með allt sem keypt var í eld­hús (gervi-heim­ili) sem eru til­einkuð hóp­um að elda í. Mat­ur­inn er eldaður og svo setj­ast all­ir til borðs sam­an og gæða sér á dýr­ind­is­máltíð og hafa gam­an. Þarna skrá sig oft pör, ein­stak­ling­ar eða hóp­ar og fólk get­ur kynnst öðrum með sama áhuga­mál.“

Lake Como

„Þvílík paradís í mat og fegurð. Hef farið þó nokkrum sinnum og búin að finna þá staði sem mér finnst frábærir og fer á aftur og aftur. Uppáhalds bærinn minn er Tremezzo og þar eru æðisleg hótel. Ég hef þó líka verið í bæ sem heitir Gravedona og svo bænum Como. Ólíkir en frábærir á sinn hátt:

● Al Veluu – minn allra uppáhalds. Er uppi í fjallshlíð fyrir ofan bæinn Tremezzo. Horfir yfir til Belaggio og útsýnið óborganlegt.

● Ca de Matt er veitingastaður í Gravedona bænum. Mjög sjarmerandi. Það er eins og þú sért að fara í heimahús og þú labbar upp stiga og endar út á stórum svölum. Það er eldri kona sem rekur staðinn og maturinn er æðislegur.

● Cantina Follie - Gengur inn í klett og þarna eru frábærir drykkir og smáréttir í æðislegu umhverfi.

● Vista Palazzo - geggjað í drykk og smárétti

„Ég gæti haldið lengi áfram en læt þetta duga í bili,“ segir Inga Tinna um veitingastaði við Como. 

New York

„Mér finnst fátt skemmti­legra en að rölta um í Soho, kíkja í brunch á Balt­haz­ar og enda svo kvöldið á geggjuðum veit­ingastað í góðra vina hópi. Það er erfitt að velja á milli veit­ingastaða í New York en í gegn­um árin hef ég komið mér upp mín­um upp­á­halds­stöðum, til dæm­is Tao downtown, STK, Buddak­an, Budd­habar. Momofuku Ko er æðislegur japanskur staður sem ég mæli svo hiklaust með.

Bestu staðirn­ir láta lítið fyr­ir sér fara. Þú stend­ur kannski fyr­ir utan hurð sem lít­ur út eins og svört bíl­skúrs­h­urð, eng­in merk­ing. Þú opn­ar hurðina og smátt og smátt tek­ur á móti þér æv­in­týra­leg ver­öld. Þak­bar­ir í New York eru æðis­leg­ir. Það er einn í upp­á­haldi hjá mér sem er á efstu hæðinni á Gan­sevoort-hót­el­inu. Þar hef­ur maður rek­ist á Kar­dashi­an syst­ur en bar­inn er 360 gráður og breyt­ist í skemmti­stað þegar líða tek­ur á kvöldið. Svo er annar sem er mjög vinsæll og maður horfir beint á Empire State bygginguna. Á veturna fær maður hlýja sloppa til að fara í en þrátt fyrir kuldann er æðislegt að sitja úti, líka á kvöldin. Sá þakbar býður einnig upp á mat og smárétti en hann heitir 230 Fifth,“ seg­ir Inga Tinna.

Inga Tinna Sigurðardóttir elskar að fara út að borða í …
Inga Tinna Sigurðardóttir elskar að fara út að borða í útlöndum. Ljósmynd/Aðsend

Kaup­manna­höfn

„Veit­ingastaðir í Kö­ben eru æðis­leg­ir og hafa hækkað í stand­ard um­tals­vert síðustu ár. Þar er fjöld­inn all­ur af Michel­in-veit­inga­stöðum, æðis­leg­ir brönsstaðir, kaffi­hús og kvöld­verðarstaðir. Ég hef farið tvisvar núna með stuttu milli­bili. Ég prófaði meðal ann­ars Kiin Kiin sem er eini tælenski Michel­in-staður­inn í Evr­ópu. Ég get klár­lega mælt með hon­um. Eins finnst mér Skt. Annæ frá­bær í síðbúin há­deg­is­verð. Brönsstaðir í upp­á­haldi eru Mad og Kaf­fe ásamt mörgum fleir­um.“

Inga Tinna smart úti að borða.
Inga Tinna smart úti að borða. Ljósmynd/Aðsend

Tókýó

„Mér fannst æðis­legt að fara á Grand Hyatt-hót­elið og þar eru nokkr­ir veit­ingastaðir í hæsta gæðaflokki. Ég fór á stað sem heit­ir Chinaroom þar sem við fjölskyldan vor­um að kveðja frænda minn sem var að fara til Kína í nám. Staður­inn var æðis­leg­ur og allt upp á 10.

Hót­el­bar­inn á efstu hæð Park Hyatt Tokyo er líka æðis­leg­ur og er með út­sýni sem gnæf­ir yfir borg­ina. Þar var hluti mynd­ar­inn­ar Lost in translati­on tek­inn upp. Þar er hægt að hlusta á lif­andi jazz og allt mjög el­eg­ant og töff.

Mér fannst líka al­veg magnað hvað var í raun erfitt að finna sus­hi staði. Sus­hi er aðeins lít­ill hluti mat­ar­menn­ing­ar­inn­ar og svo margt í jap­anskri mat­ar­gerð sem er mun vin­sælla og æðis­lega gott,“ segir Inga Tinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert