Hættulegustu staðirnir fyrir ferðalanga

Það er ekki nóg að pakka í tösku og fara …
Það er ekki nóg að pakka í tösku og fara af stað í ferðalag. Maður þarf að vita hvernig staðan er í viðkomandi landi og taka tillit til fjölmargra þátta.

Hættulegustu staðirnir til að ferðast á eru lönd á borð við Afganistan, Sýrland, Líbíu og Írak. Þetta er niðurstaða rannsóknar International SOS sem eru samtök sem sérhæfa sig í heilbrigðis- og öryggismálum. 

Við gerð þessa mats var litið til þátta á borð við stjórnmál, félagslegt misrétti, heilbrigðiskerfi, áhrif kórónuveirunnar og andlega heilsu borgaranna.

Þá voru öruggustu staðirnir í Evrópu lönd á borð við Noreg, Finnland, Sviss, Danmörku og Lúxemborg. 

„Við erum að hefja þriðja árið í heimsfaraldi og áhrifa þess gætit enn í lífi fólks. Heilbrigðiskerfi landanna eru enn undir miklu álagi og það hefur áhrif á þennan lista,“ segir dr. Neil Nerwich hjá International SOS.

Framtíðarspár segja að áhættuþættir eins og „langt Covid“ og lakari andleg heilsa haldi áfram að hafa áhrif árið 2022 en muni ná jafnvægi árið 2023. Loftslagsmál gætu einnig haft áhrif á lönd á heimsvísu og valdið truflunum eða átökum.

mbl.is