Stjörnuhjón skíða í Austurríki

Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson eru stödd í Austurríki.
Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson eru stödd í Austurríki. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslendingar flykkjast í skíðaferðir utan landsteinanna um þessar mundir og setja svip sinn á skíðabrekkur þar ytra. Hjónapörin þau Jógvan Hansen og Hrafnhildur Jóhannesdóttir og Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson eru meðal þeirra sem skíða niður brekkur austurrísku Alpanna þessa dagana.

Addi Fannar og Yesmine elska útivist.
Addi Fannar og Yesmine elska útivist. Skjáskot/Instagram

Yesmine og Jógvan hafa verið dugleg að festa ferðina á filmu og hafa deilt myndum og myndskeiðum úr brekkunum á samfélagsmiðla síðustu daga og gleðin leynir sér ekki. Hjónin tvenn virðast vera á ferðalagi með stórum hópi Íslendinga og brunar hópurinn saman niður hvítt fjalllendið. Veðursældin skemmir heldur ekki fyrir en vetrarsól og stillt veður hefur verið í kortunum á skíðasvæðinu undanfarna daga.

Söngvarinn og leikarinn Jógvan Hansen hefur ekki látið deigan síga í samkomutakmörkunum síðustu misseri heldur hefur hann verið að gera það gott fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Verbúðinni. Þar leikur hann ungan háseta sem heitir Þrándur og lendir í ýmsum ævintýrum.

Jógvan sér ekki muninn á Austurríki og Tenerife. Sólin er …
Jógvan sér ekki muninn á Austurríki og Tenerife. Sólin er honum nóg. Skjáskot/Instagram
Jógvan að skíða aðeins út af sporinu en gleðin er …
Jógvan að skíða aðeins út af sporinu en gleðin er alltaf við völd samt. Skjáskot/Instagram
mbl.is