Ástfangin í skíðafríi

Cat­her­ine Zeta-Jo­nes og Michael Douglas í skíðafríi.
Cat­her­ine Zeta-Jo­nes og Michael Douglas í skíðafríi. Skjáskot/Instagram

Leik­ara­hjón­in Cat­her­ine Zeta-Jo­nes og Michael Douglas eru eins og ástfangnir unglingar þrátt fyrir langt hjónaband og háan aldur Douglas. Hin 52 ára gamla leikkona birti mynd af sér kyssa 77 ára gamlan eiginmann sinn í skíðafríi á dögunum. 

Leikkonan greindi ekki frá hvar þau voru í skíðafríi en hún birti myndskeið af fjölskyldu sinni í sleðaferð. Í öðru myndskeiði sást hún í spássitúr um hefðbundið skíðaþorp í flottum skíðagalla sem líkist einna helst gallanum sem Birgitta Haukdal klæddist í skíðaferð sinni á dögunum. 

Hjónin giftu sig 2001 og eiga saman tvö börn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau fara saman í skíðaferð en þau hafa prófað mismunandi skíðategundir. Þau fara bæði á hefðbundin svigskíði en hafa líka reynt við gönguskíði. Ekki kom fram á hvernig skíðum þau voru núna á eða hvort að Douglas sem verður 78 ára seinna á árinu hafi látið sleðann duga. 

mbl.is