Birgitta Haukdal langflottust í skíðafríinu

Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan og rithöfundurinn Birgitta Haukdal er stödd í skíðafríi með fjölskyldunni. Birgitta er búin að vera dugleg að birta myndir í sögu á Instagram og nýtur þess greinilega að bruna niður snæviþaktar brekkurnar. 

Það skiptir ekki bara máli að kunna að skíða þegar farið er í skíðaferðir erlendis. Útlitið skiptir líka máli og það veit Birgitta vel. Drottningin frá Húsavík er ekki í neinum venjulegum snjógalla í ferðinni. Tónlistarkonan birti mynd af sér í þröngum hátískuskíðagalla í sögu á Instagram með brekkurnar í baksýn.

Skíðaferðir eru í miklu uppáhaldi hjá Birgittu eins og hún greindi frá í viðtali við Smartland í desember. „Mér finnst líka lúx­us að fara með fjöl­skyld­unni í skíðaferðir. Hvort sem er fyrir norðan eða er­lend­is. Það eru frí­in sem ég held mest upp á,“ sagði Birgitta. 

Birgitta Haukdal er flott í fjallinu.
Birgitta Haukdal er flott í fjallinu. Skjáskot/Instagram 

mbl.is