Segir hótelherbergi þrifin með óhreinum handklæðum

Ræstitæknar eiga sér alls kyns leyndarmál.
Ræstitæknar eiga sér alls kyns leyndarmál. Ljósmynd/Pexels/Andrea Piacquadio

Ræstitæknir til 33 ára, sem kallar sig Anna Garfield, sviptir hulunni af vel geymdum leyndarmálum úr faginu á starfstíð hennar sem ræstitæknir á hótelum.

Garfield tjáði sig um verklag margra ræstitækna víðs vegar um heim við fréttamiðilinn The Sun á dögunum. Uppljóstraði hún um óæskilega þrifnaðarhætti þegar hótelherbergi eru þrifin á milli dvalargesta sem mörgum mun klígja við að vita.

„Það rann svo margt upp fyrir mér þegar ég fór að þrífa hótelherbergi,“ sagði Anna Garfield. „Í hvert skipti sem ég gisti sjálf á hótelum núna þá hef ég alltaf mínar eigin tuskur til að þrífa herbergið. Það geri ég vegna þess að meirihluti hótelherbergja eru þrifin með handklæðum síðustu gesta,“ viðurkenndi hún.  

„Óhrein handklæði fyrri gesta eru notuð til að þrífa allt herbergið. Allt frá baðherberginu og niður í drykkjarglösin,“ sagði Anna. Þá viðurkenndi hún líka að þó svo að skipt sé á rúmfötum á milli hótelgesta að þá sé yfirleitt notast aftur við sömu rúmteppi og púðaver í langan tíma á milli gesta og þvotta. Lykillinn sé að hótelherbergið líti vel út á yfirborðinu.

„Ég mæli með að þú takir alltaf rúmteppið af rúminu um leið og þú kemur inn á herbergi. Og ég mæli líka með því að þú hafir með þér þínar eigin tuskur þegar þú gistir á hótelum í framtíðinni,“ sagði reynslumikli og ráðagóði ræstitæknirinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert