Birti Íslandsmyndir eftir getnaðinn

Bre Tiesi í Bláa lóninu.
Bre Tiesi í Bláa lóninu. Skjáskot/Instagram

Nafnið Bre Tiesi var á allra vörum í byrjun vikunnar en þá kom í ljós að hún ætti von á áttunda barni bandaríska leikarans Nicks Cannons. Cannon og Tiesi greindu frá kyni barnsins um síðustu helgi en fyrir 12 vikum birti Tiesi myndir frá Íslandsheimsókn sinni. Eftir það hefur hún verið dugleg að birta myndir frá ferðinni á Instagram. 

Tiesi gerði allt sem þarf að gera á Íslandi. Fór í góða heimsókn í Bláa lónið, spókaði sig um í Reynisfjöru í roki, fór í Into the Glacier og skellti sér í myndatöku við Skógafoss. Hún fór einnig í Panorama Glass Log­de en svefnskálinn er þekktur fyrir að vera vinsæll meðal áhrifavalda. 

Hinn bandaríski Cannon hefur verið duglegur að eignast börn en sonurinn sem hann og Tiesi eiga von á verður áttunda barn hans með fimmtu konunni. Ef marka má hvenær hún birti myndir í sögu á Instagram má gera ráð fyrir því að hún hafi verið ólétt í ferðinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi)

View this post on Instagram

A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi)

View this post on Instagram

A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi)

View this post on Instagram

A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi)

View this post on Instagram

A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi)mbl.is