Sunneva og Bensi í himnaríki

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason eru núna í sjöunda …
Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason eru núna í sjöunda himni í Róm á Ítalíu. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og kærasti hennar Benedikt Bjarnason eyddu páskunum í sjöunda himni í Róm á Ítalíu.

Sunneva hefur birt fjölda mynda úr ferðinni á Instagra en parið virðist vera njóta alls þess besta sem ítalska höfuðborgin hefur upp á að bjóða. Birti hún mynd af sér við Spænsku tröppurnar og skoðuðu þau einnig tromp Rómaborgar, Trevi-gosbrunninn, fallega. 

„Ég held ég sé í himnaríki,“ skrifaði Sunneva við mynd af sér þar sem hún er böðuð gylltum sólargeislum og með vínglas í hönd. mbl.is