Vinkona Rúriks dýrkar Ísland

Valent­ina Pahde á Íslandi.
Valent­ina Pahde á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Þýska leik­kon­an Valent­ina Pahde er heilluð af íslenskri fegurð og birti í gær myndir af sér við Seljalandsfoss. Pahde er vinkona knattspyrnumannsins Rúriks Gíslasonar og var því haldið fram í fyrra að þau ættu í ástarsambandi. 

Pahde sagði fylgjendum sínum í gær að hún væri að fara á sérstakan stað. Hún birti meðal annars nokkrar myndir frá Seljalandsfossi og átti ekki annað orð en „vá“ yfir náttúrufegurðina. 

Rúrik sjálfur dvelur mikið í Þýskalandi þar sem hann er stórstjarna. Hann var hins vegar líka á Íslandi í gær þar sem hann var fótboltasérfræðingur hjá Viaplay á Íslandi. Pahde birti ekki mynd af Rúrik frá rúntinum um Suðurland en Rúrik smellti í rándýrt læk á myndaþátt Pahde frá Seljalandsfossi. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pahde kemur til Íslands en hún birti myndir af sér í kringum áramótin frá Íslandi. Þar fór hún líka víða um landið og skoðaði meðal annars íslenska náttúru. 

mbl.is