Íris Tanja fylgdi kærustunni áleiðis til Tórínó

Elín Eyþórsdóttir og Íris Tanja Flygenring kysstust á leið út …
Elín Eyþórsdóttir og Íris Tanja Flygenring kysstust á leið út í vél. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Íris Tanja Flygenring var svo heppin að fá að fylgja kærustu sinni, Elínu Eyþórsdóttur, söngkonu og Eurovisionsystur, áleiðis til Tórínó á Ítalíu í morgun. Íris Tanja birti fallega mynd af þeim Elínu að kyssast á leið út í flugvél. 

Eurovisionhópurinn flaug til Kaupmannahafnar en Íris Tanja er flugfreyja hjá Icelandair.

Greint var frá sambandi ofurkvennanna tveggja skömmu eftir að Systurnar unnu Söngvakeppnina. Auk þess að vera flugfreyja hefur Íris Tanja haft nóg að gera í leiklistarheiminum og lék í þáttunum Kötlu sem sýndir voru á síðasta ári. Í vetur lék hún í leikritinu Blóðugu kanínunni eftir Elísabetu Jökulsdóttur.

mbl.is