Verstu viðskiptafarrými í heimi

Það er gott að vita hvaða viðskiptafarrými eru þau bestu …
Það er gott að vita hvaða viðskiptafarrými eru þau bestu ef maður ætlar að gera vel við sig. Ljósmynd/Unsplash

Endrum og sinnum vill fólk gera vel við sig á ferðalögum og eyða aðeins meiri pening í betri sæti. Þá er gott að vita hvar þú færð mest fyrir peninginn og hjá hvaða flugfélögum þú ættir ekki að bóka sæti á viðskiptafarrými. 

Bounce luggage storage gerði nýverið úttekt á því hvaða viðskiptafarrými þykja þau verstu. Notast var við einkunnagjöf og umsagnir á síðunni businessclass.com. 

Egypt Air þykir vera með versta viðskiptafarrýmið af þeim 38 flugfélögum á listanum. Fékk það aðeins 5,71 af 10 og þá fékk maturinn hjá þeim sérlega lélega einkunni. Þá er ekki boðið upp á áfengi í vélum þeirra. Önnur flugfélög sem fengu hvað lægstu einkunnirnar eru Copa Airlines og Air China. 

Bestu viðskiptafarrýmin er hins vegar að finna hjá Singapore Airlines, Qatar Airways og Cathay Pacific sem öll fengu einkunnina 9 eða hærra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert