Mætti á þyrlu á frumsýninguna

Tom Cruise mætti með þyrlu á frumsýningu Top Gun: Maverick.
Tom Cruise mætti með þyrlu á frumsýningu Top Gun: Maverick. AFP

Bandaríski leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og mætti á þyrlu á frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, Top Gun: Maverick, í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag.

Cruise flaug þyrlunni, sem er af gerðinni USS Midway, ekki sjálfur en sagði í viðtali við fjölmiðla að hann kynni hinsvegar að fljúga henni. 

Cruise flaug þyrlunni ekki sjálfur.
Cruise flaug þyrlunni ekki sjálfur. AFP

Top Gun: Maverick er önnur Top Gun kvikmyndin sem framleidd er en Cruise vakti mikla athygli þegar hann fór með aðalhlutverk í þeirri fyrstu árið 1986.

Kvikmyndin verður frumsýnd hér á Íslandi 25. maí næstkomandi en forsala hefst hinn 6. maí.

mbl.is