Eitt glæsilegasta farþegarými í heimi

Ljósmynd/Emirates

Flugfélagið Emirates er þekkt fyrir að bjóða upp á frábæra ferða upplifun. Flugfélagið hefur bætt við nýju farrými hjá sér til að gera þessa upplifun mögulega fyrir fleiri og verðmiðinn á því er ekki eins hár og þekkist á fyrsta farrými (e. First Class).

Farrýmið hefur fengið nafnið Premium Economy og inniheldur allskyns lúxus sem ekki finnst á almennu farrými. Farþegar ganga breiðan gang og setjast í hvít leðursæti sem hallast langt aftur.  

Nýja farrýmið er næstódýrasta farrýmið sem Emirates býður upp á. Farþegarýmin raðast þá svona núna hvort öðru glæsilegra: Economy Class, Premium  Class, Buisness Class og First Class. 

Ljósmynd/Emirates

Viðurinn er áberandi í innréttingum farþegarýmisins og gefur hlýjan brag á upplifunina. Rúmt fótapláss og fótskemlar eru við hvert sæti. 

Ljósmynd/Emirates
Ljósmynd/Emirates

Farrýmið er aðeins í boði á flugleið félagsins á milli Parísar og Dúbaí eins og er, framboðið mun aukast hratt.   

Hér getur þú fengið innsýn í upplifun farþegans þegar hann kemur um borð. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert