Vinsælustu gellur landsins saman í skvísuferð

Ína María Norðfjörð, Sunneva Eir Einarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir …
Ína María Norðfjörð, Sunneva Eir Einarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir í Leifsstöð.

Nokkrir af vinsælustu áhrifavöldum landsins skelltu sér til London í morgun. Þær Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir, Ástrós Trausta­dótt­ir, Magnea Björg Jóns­dótt­ir og Ína María Norðfjörð ætla að mála London rauða um helgina. 

Stelpurnar eru þekktar fyrir að vera vinkonur og innsigluðu vináttuna með húðflúrinu LXS í fyrra. Kristín Pétursdóttir er einnig í hópnum en er vant við látin og komst ekki með í ferðina. Hildur Sif Hauksdóttir er sjöunda vinkonan en hún býr í London. 

Það er stíf dagskrá í ferðinni og hafa stúlkurnar birt myndir af formlegri dagskrá í sögu á Instgram. Ferðin hófst upp úr þrjú í nótt þegar þær hittust til þess að fara samferða út á völl. Þær lentu í hádeginu í London í rigningu en bílstjórinn sem keyrði þær upp á hótel tók á móti þeim með freyðivíni. 

Stelpurnar plönuðu ferðina vel.
Stelpurnar plönuðu ferðina vel. Skjáskot/Instagram
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir njóta í London …
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir njóta í London um helgina. Skjáskot/Instagram
mbl.is