Vinkona Rúriks líka á Ítalíu

Rúrik Gíslason og Valentina Phade voru bæði nýlega í Róm …
Rúrik Gíslason og Valentina Phade voru bæði nýlega í Róm á Ítalíu.

Þýska leikkonan, Valentina Pahde, virðist enn og aftur vera á svipuðum slóðum og fyrrverandi fótboltakappinn íslenski, Rúrik Gíslason. Í þetta sinn í Róm á Ítalíu en Pahde birti fallegar myndir af sér í rósagarði þar í borg um helgina. 

Rúrik smellti hjarta á myndina en aðeins eru nokkrir dagar síðan hann birti myndir frá Ítalíuferð sinni. 

Miðað við Story á Instagram er hvorugt þeirra enn í Róm. Rúrik virðist í millitíðinni vera kominn heim til Íslands en Pahde er í Berlín í Þýskalandi. 

Rúrik og Pahde hafa reglulega verið á sömu stöðunum á ferðalögum sínum og hún meðal annars heimsótt Ísland og birt myndir af sér í útivistarfötum frá 66° Norður. Þau vanda sig þó við það að birta ekki myndir hvort af öðru á sama tíma, á sama stað.

mbl.is