Fyrsta barnlausa fríið í 25 ár

Leikarahjónin Kelly Ripa og Mark Consuelos.
Leikarahjónin Kelly Ripa og Mark Consuelos. Skjáskot/Instagram

Leikarahjónin Kelly Ripa og Mark Consuelos nutu sín á dögunum í fyrsta barnlausa fríinu í 25 ár. Í lok síðasta sumars tilkynntu hjónin að þau væru aftur orðin ein í kotinu eftir að yngsti sonur þeirra hóf nám við Háskólann í Michigan.

Hjónin hafa verið saman í 26 ár, en þau giftu sig árið 1996 og eiga þrjú börn saman, þau Michael, Lola og Joaquin. Michael er elstur, en hann er 25 ára gamall. Í miðjunni er Lola sem er 21 árs og yngstur er Joaquin sem er 19 ára. 

Í fríinu fóru Ripa og Consuelos meðal annars í klettaklifur í Utah, Bandaríkjunum sem hún kallaði „parameðferð“ á Instagram reikningi sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Kelly Ripa (@kellyripa)

Ferðinni var síðan heitið í glæsilega villu sem stjörnurnar hafa mikið dálæti af, en snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner var nýlega í villunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Amangiri (@amangiri)

„Í ljós kom að við skemmtum okkur konunglega. Það var einhver vinna sem fylgdi þessari ferð en það var ekki það sem við vorum að gera. Við fórum í klettaklifur og gistum svo í Amangiri villunni í Utah. Það er lúxus. Þetta er ferð sem maður fer í án barnanna,“ sagði Ripa í samtali við People

mbl.is