Nýtur til hins ýtrasta á Ítalíu

Courtney Love hefur það gott í sólinni á Ítalíu.
Courtney Love hefur það gott í sólinni á Ítalíu. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Courtney Love nýtur lífsins á Ítalíu um þessar mundir. Ítalía virðist vera einn heitasti áfangastaður stjarnanna þetta sumarið. Þó virðist enginn einn dvalarstaður á Ítalíu vera vinsælli en annar á meðal Hollywood-stjarnanna því fáar þeirra heimsækja sömu staðina.  

Love dvelur nú á eldfjallaeyjunni Ischia og unir sér vel þar miðað við myndafærslur sem hún hefur birt á Instagram-reikningi sínum síðustu daga. Á slóðum eyjunnar er margt að sjá og upplifa. Eyjan er þekkt fyrir einstakan sjarma þar sem sögufræg hús og minjar spila stórt hlutverk í bland við heimsklassa heilsulindir.

Dagarnir á Ítalíu hafa verið viðburðarríkir hjá Love en hún tilkynnti á dögunum að áratugalöngum skrifum hennar að persónulegri minningabók væru nú loksins lokið. Minningabókin mun innihalda alls kyns endurminningar og frásagnir úr lífi Love, sem hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna.

Courtney Love átti í ástarsambandi við Nirvana-goðsögnina Kurt Cobain á tíunda áratugnum. Parið hóf hjónaband árið 1992 sem stóð yfir í um tvö ár eða þar til Cobain lést. 

mbl.is