Skoða „mögulega notkun hugtakanna“

Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, segir að mögulega verði notkun hugtaka hjá Fríhöfninni eða Duty Free, skoðuð þegar mál Fríhafnarinnar verður tekið aftur fyrir. Neytendastofa er nú með kvörtun til skoðunar sem barst á síðasta ári og stofnunin hafði tekið ákvörðun um. 

Áfrýjunarnefnd neytendamála ógilti ákvörðunina fyrr í ágúst og vísaði málinu til nýrrar meðferðar. 

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að sælgæti í Fríhöfninni væri talsvert dýrara en í verslunum Bónus, Krónunnar og Costco á Höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir engan virðisaukaskatt. 

Málið sem Neytendastofa er með til meðferðar, en tók upphaflega ákvörðun í á síðasta ári, snýr að því hvernig neytendur eru upplýstir um að hvaða leyti opinberar álögur á vörur Fríhafnarinnar væru frábrugðnar því sem gildi almenn um verslun innanlands.

Snýr hún ekki að verðlagi á sælgæti heldur markaðssetningu Fríhafnarinnar og því að Fríhöfnin hefði greitt hundruð milljóna króna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld sem félagið hefði innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. 

Kærendur eru Sante ehf. og ST ehf. sem stunda innflutning á víni og tóbaki. 

Í kærubréfinu er bent á að samkvæmt lögum um gjald af áfengi og tóbaki skyldi áfengisgjald vera 10% af áfengisgjaldi sem annars væri mælt fyrir um. Gjald á tóbaki í tollfrjálsum verslunum ætti að vera 40% af almennu tóbaksgjaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert