Slegist yfir týndum töskum í Manchester

Flug KLM seinkaði um rúma klukkustund frá Amsterdam til Manchester. …
Flug KLM seinkaði um rúma klukkustund frá Amsterdam til Manchester. Farangur farþega var ekki með í för sem olli talsverði óánægju og reiði á meðal farþega. AFP

Slagsmál brutust út á flugvellinum í Manchester í Bretlandi á sunnudag, þegar í ljós kom að farangur sem fylgja átti vél KLM frá Amsterdam í Hollandi hafði orðið eftir. Í myndbandi sem tekið var upp í flugstöðinni má sjá hvernig tveir menn slást í grennd við töskubeltið á meðan aðrir farþegar virðast ansi hissa. 

Nokkur seinkun varð á flugi KLM til Manchester á sunnudagskvöldið. Átti vélin að lenda klukkan 22:10 en lenti hún ekki fyrr en korteri fyrir miðnætti. 

Þegar farþegum var svo tilkynnt að farangur þeirra hefði ekki komið með til Bretlands og væri í Hollandi braust nokkur óánægja út meðal farþega. Ástæðan var verkföll á Schipol flugvelli í Amsterdam. 

Farþeginn sem tók upp myndbandið vildi ekki koma undir nafni en sagði við Daily Mail að atvikið hafi verið hrein martröð. „Það er ekki gott að sjá fólk slást á meðan maður bíður eftir töskunum,“ sagði hann og bætti við að enginn öryggisvörður hafi verið á staðnum. 

Slagsmálin brutust úr þegar farþegar fengu blað til þess að fylla út upplýsingar um farangur sinn. Engar upplýsingar voru gefnar upp um hvenær farþegar mættu vænta þess að fá farangur sinn. Eftir að hafa látið starfsmann flugvallarins heyra það brutust út slagsmál á milli farþeganna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert