Það sem þú átt aldrei að gera í flugi

Flugvélar eru sýklastía.
Flugvélar eru sýklastía. SAUL LOEB

Það er eitt og annað sem er viðeigandi að gera þegar maður fer í flug. Stuttbuxur eða ekki stuttbuxur, linsur eða gleraugu, sokkar eða skór, það er ýmislegt sem maður þarf að velta fyrir sér. Ferðavefurinn tók saman nokkra hluti sem betra er að sleppa í háloftunum.

Þetta er það sem maður á að forðast í flugi:

 1. Ef þú ert þyrstur í flugi skaltu forðast drykki sem hafa klaka eða kranavatn í eins og til dæmis te eða kaffi. Vatnstankarnir í flugvélum eru gamlir og fullir af sýklum. 
 2. Ekki vera í stuttbuxum eða halla þér upp að glugganum. Þú gætir verið að fá á þig fullt af sýklum. 
 3. Aldrei ganga um vélina berfættur, stundum leynast þar glerbrot eða þá önnur ógeðfelld óhreinindi.
 4. Ekki sitja kyrr allt flugið. Það er mikilvægt að halda sér á hreyfingu við og við til þess að minnka líkur á blóðtappa og óþægilegri vökvasöfnun í útlimum. Teygðu úr þér að minnsta kosti einu sinni á klukkutíma fresti.
 5. Ekki vera með linsur í flugi. Reyndu ef þú getur að hafa gleraugu í staðinn. Loftið í flugvélum er mjög þurrt og getur verið ertandi fyrir augu. Þá er líka oftast ekki mælt með að sofna með linsur í sér, þannig að ef maður vill fá sér blund í vélinni er betra að vera ekki með linsur.
 6. Ekki slökkva á blæstrinum fyrir ofan sætið. Það getur hjálpað til við að feykja sýklunum frá þér. Farðu frekar í peysu ef þér er kalt.
 7. Ekki borða matinn sem hefur komist í snertingu við sætaborðið. Það er sjaldnast þrifið á milli ferða og sumir hafa gengið svo langt að skipta um bleiu á slíkum borðum. Þannig að kannski er góð hugmynd að vera með sótthreinsiklúta með sér til að þrífa borðið.
 8. Ekki nota teppin sem eru um borð í flugvélum. Þau eru ekki þvegin nógu oft.
 9. Ekki snerta neitt inni á klósetti. Það sem maður á að gera er eftirfarandi: pissa, þvo hendur vandlega með sápu, þurrka sér og svo nota tissjú til þess að sturta niður úr klósettinu og opna dyrnar.
 10. Ekki gleyma húðumhirðu áður en þú ferð í flug. Það er t.d. mikilvægt að setja á sig gott krem því loftið er svo þurrt.
 11. Ekki sofna áður en vélin fer á loft. Þá er erfiðara fyrir eyrun að aðlagast þrýstingnum.
 12. Ekki fá þér gosdrykki. Maginn er viðkvæmari fyrir gosi þegar maður er kominn á flug og þetta gæti leitt af sér meltingartruflanir.
mbl.is