Níu merki um að þú ættir að vera á Kanarí

Þarftu að skella þér út í sólina?
Þarftu að skella þér út í sólina? Ljósmynd/colourbox

Það er alltaf gott að fara í frí en stundum er það hreinlega bráðnauðsynlegt. Ef þú ert ekki viss um hvort að þú þarft á fríi að halda er ágætt að fara yfir hvort neðangreind atriði eigi við þig. Það skiptir kannski ekki máli hvort ferðinni er heitið til Kanaríeyja eða New York, frí er svarið að mati sérfræðinga

Stuttur þráðurinn

Ef fólk er stressað og gerir óþarflega mikið úr hlutunum gæti verið gott að skreppa í gott frí. 

Óheilbrigði

Of mikill skjátími og of mikið ruslfæði? Þá er kannski bara lausnin að hoppa upp í næstu flugvél og fara í frí. 

Mistök

Ertu að gera mistök sem þú gerir ekki venjulega? Heilinn er mögulega bara þreyttur og kallar á frí. 

Svefnleysi

Svefnleysi er stórt merki um þreytu sem aðeins er hægt að laga með góðu fríi. Það er ekki verra ef fríið er tekið út í útlöndum. 

Það er fátt betra en að lesa bók í rólegheitum.
Það er fátt betra en að lesa bók í rólegheitum. Ljósmynd/Usplash.com/Chen Mizrach

Enginn tími fyrir einkalífið

Vinna skiptir máli en það gerir einkalífið líka. Ef þú vanrækir einkalífið, mætir ekki í fjölskylduboð og hættir við að hitta vini er kominn tími til að endurhugsa lífið. Það er ágætt að skella sér í frí og endurskoða jafnvægið á milli vinnu og einkalífs. 

Ferðalagaöfund

„Allir eru á Kanarí nema ég,“ hugsar fólk stundum. Ef þankagangurinn er svona er kannski gott að fara bara í frí. 

Neistinn er horfinn

Kannski þarftu að fara í frí ef þú ert að gefast upp á lífinu, ef þér finnst ekkert fyndið lengur. 

Stundum er best að pakka í ferðatösku og koma sér …
Stundum er best að pakka í ferðatösku og koma sér í burtu.

Hvenær var síðasta fríið?

Fólk á skilið að skella sér í frí ef það man ekki hvenær það fór síðast í frí. 

Ekkert spennandi um helgar

Ef þreytan er svo mikil eftir vinnuvikuna að fólk getur ekki gert neitt annað um helgar en legið upp í sófa er kannski sniðugt að fara í frí í nokkra daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert