Ragga sökuð um að brjóta lög í Yellowstone

Ólympíufarinn og leikkonan Ragga Ragnars hefur verið sökuð um að …
Ólympíufarinn og leikkonan Ragga Ragnars hefur verið sökuð um að brjóta lög í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Ólympíufarinn og leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir, betur þekkt sem Ragga Ragnars, hefur verið sökuð um að brjóta lög í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Ragnheiður birti mynd af sér að ganga á hverasvæði í þjóðgarðinum, sem þykir ekki bara stórhættulegt heldur er líka ólöglegt. 

Myndin sem Ragga birti.
Myndin sem Ragga birti. Skjáskot/Instagram

Það var Unofficial Networks, vefur sem fjallar um allt tengt ferðalögum, sem vakti athygli á málinu. Þá hafði mynd Ragnheiðar úr Yellowstone vakið athygli á instagram, en hún birti myndina þar og fékk í kjölfarið fjölda athugasemda um að það væri ólöglegt að ganga á hverasvæðinu.

Skömmu seinna eyddi Ragnheiður myndinni og baðst afsökunar á því. Þegar hún fékk líflátshótanir sendar eftir afsökunarbeiðnina tók hún hana út. „Eyddi afsökunarbeiðninni þegar ég fór að fá líflátshótanir. Ég veit að ég gerði mistök og ég biðst afsökunar á því. Ég ætlaði aldrei að vanvirða náttúruna,“ skrifaði Ragnheiður.

Skjáskot/Instagram

Sjö daga fangelsi

Á síðasta ári var kona sektuð um tvö þúsund bandaríkjadali og dæmd í sjö daga fangelsi eftir að hún fór út af stíg í þjóðgarðinum og gekk á hverasvæðinu. Þá hlaut hún tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og má ekki koma í þjóðgarðinn á þeim tíma. 

„Yfirborðið er brothætt og þunnt og sjóðandi heitt vatn rétt undir yfirborðinu getur valdið alvarlegum bruna og dregið fólk til dauða. Yfir 20 manns hafa látist af völdum brunasára eftir að hafa dottið á hverasvæðinu í Yellowstone,“ sagði talsmaður í umfjöllun CNN á síðasta ári þegar dómur féll í málinu. 

Höfundi færslunnar á Unofficial Networks þykir líklegt að málið verði rannsakað betur hjá Yellowstone.

Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert