Ljósin ljá lit sinn svörtu næturhúminu

Norðurljósin dansa yfir Húsavík.
Norðurljósin dansa yfir Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Víða um land hefur mátt sjá norðurljós á himni síðustu kvöld og nætur, þar á meðal á Húsavík í gærkvöldi.

Góð skilyrði hafa átt þar hlut að máli, en staða tungls og skýjafar hafa hvort tveggja áhrif. Á sama tíma hafa kraftmiklir segulstormar geisað eftir blossa frá sólu.

Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að í nótt og á morgun verði áfram talsverð virkni norðurljósa yfir landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »