Það sem ferðasérfræðingum finnst óþolandi

Það er gaman að liggja í sólinni.
Það er gaman að liggja í sólinni. STRINGER/SPAIN

Ferðablaðamenn dagblaðsins The Times gefa innsýn í hvað það er sem þeir þola bara alls ekki. 

Að vera með vesen í öryggisleit

„Mér finnst aulalegt þegar fólk tefur fyrir öðrum í öryggisleit. Allir vita hvernig ferlið er. Afhverju er ekki hægt að vera undirbúinn?“ - Hannah Ralph.

Að vera í spa-fötum

„Ég elska að fara í spa-dekur en fer aldrei í svoleiðis með kærasta mínum. Það er eitthvað órómantískt við það að svitna saman. Svo hata ég að sjá karlmenn í þessum dæmigerðu spa-fötum, ljótum inniskóm og slopp.“ - Gemma Bowes.

Að segjast hafa „gert“ ákveðinn áfangastað

„Fólk sem segist hafa „gert“ ákveðinn áfangastað er óþolandi. Tæland? Já, gert það. Fyrir utan að þetta er ljótt mál þá þýðir þetta undantekningalaust það að þeir rétt stigu fæti á tælenska jörð í nokkra daga og búið.“ - Jamie Lafferty.

Að hafa tilgerðarlegan hreim

„Sumir tala ensku en tileinka sér hreim þess lands sem þeir eru í. Ef ítalskur leigubílsstjóri skilur ekki eitthvað á ensku þá er ekki líklegra að hann skilji það ef þú segir það aftur með ítölskum hreim.“ - Lucy Perrin

Að segjast vera ferðalangur en ekki túristi

„Fólk þarf að sætta sig við það að vera túristi. Ef maður er í tveggja vikna fríi að sleikja sólina við sundlaugarbakka þá er maður túristi en ekki ferðalangur.“- Liz Edwards

Að fara í frí til Dúbæ

„Ég fæ hroll þegar fólk segir að Dúbæ sé uppáhalds áfangastaðurinn sinn. Það að finnast frábært að verja fríinu sínu á jafn venjulegum og ósjarmerandi stað og Dúbæ, lokaður af á einhverju hóteli, fær mig næstum til þess að æla. Afhverju að fara í sjö tíma flug til þess eins að sitja á sólbekk og fara á mis við alla menningarupplifun?“ - Sasha Nugara.

Að borga fyrir að komast fyrr um borð

Lággjalda flugfélög eins og Easy Jet og Ryanair eru flugfélög sem maður velur til þess að komast á áfangastað eins ódýrt og mögulegt er. Það að borga meira til þess að komast fyrr um borð í þessar hræðilegu vélar vekur alltaf undrun hjá mér. Það er bara neyðarlegt. Ég átti einu sinni vin sem borgaði fyrir að komast fyrr um borð - við erum ekki vinir í dag.“ - Jonathan Dean.

Að standa upp um leið og sætisbeltaljósin slokkna

„Afhverju er fólk að flýta sér úr fullri vél til þess eins að standa lengur í vegabréfaröðinni.“ - Katie Gatens.

Að vera með sólgleraugu innandyra

„Ég skil ef þú ert í fríi þá ertu spenntur að nota sólgleraugun. En það er kjánalegt að vera með þau innandyra. Fólk starir á þig og það er ekki af því að það heldur að þú sért einhver frægur.“ - Mike Atkins.

Að keppast um að ná sólbekk

„Það er ekkert verra en að mæta um tíuleytið um morguninn og sjá að það er búið að taka frá alla sólbekkina en enginn er þarna að nota þá. Fólk má alveg sýna smá tillitsemi og róa sig í keppninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert