Hentu töskum frjálslega á færibandið

Mennirnir hafa verið sendir í leyfi.
Mennirnir hafa verið sendir í leyfi. Skjáskot/Tiktok

Nokkrir starfsmenn Swissport á flugvellinum í Melbourne í Ástralíu voru sendir í leyfi um helgina eftir að myndband af þeim að henda töskum á færiband fór á flug á Tiktok. Í myndbandinu sjást þeir kasta hverri töskunni á fætur annarri á færibandið án þess að bera nokkra virðingu fyrir því sem gæti verið í töskunum. 

Á bak við mennina má sjá merki flugfélagsins Qantas, en Swissport er undirverktaki félagsins á flugvellinum í Melbourne. Talsmaður Qantas sagði í viðtali við Guardian að hegðun mannanna sem sást í myndbandinu væri ekki í lagi. 

„Swissport þjálfar og sér til þess að allt starfsfólk afgreiði farangur viðskiptavina af kostgæfni og varkárni. Vinnubrögð þeirra sem sjást í myndbandinu eru ekki eftir þeim stöðlum sem við viljum halda,“ sagði talsmaður Swissport í tilkynningu. 

Swissport rannsakar nú málið og hafa umræddir starfsmenn verið settir í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir.

mbl.is