Langar þig að gista í villunni úr White Lotus?

Ljósmynd/airbnb.com

Þættirnir White Lotus hafa slegið rækilega í gegn að undanförnu, eða síðan þeir komu inn á streymisveitu HBO. Fyrsta þáttaröðin gerðist í sólinni á Havaí og gerði allt vitlaust, en í seinni þáttaröðinni var áhorfendum siglt til Sikileyjar þar sem þeir upplifðu sannkallaða sumarfantasíu.

Nú hefur ein af nokkrum töfrandi ítölskum villum annarrar þáttaraðar verið sett í útleigu á Airbnb, en þetta er villan sem þær Harper Spiller, leikin af Aubrey Plaza, og Daphne Sullivan, leikin af Meghann Fahey, leigðu út í þáttunum. 

Ítalska höllin, Villa Tasca, er söguleg perla staðsett á 20 hektara landi, en einhverjir hlutar eignarinnar er frá 16. öld. Alls eru fjögur svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi, í villunni og því pláss fyrir allt að átta gesti hverju sinni. Svefnherbergin eru flokkuð eftir litum og eru í mismunandi tónum af bleikum og bláum. 

Ótrúleg málverk prýða veggi víðsvegar um villuna, en í þáttunum eru flest skotin tekin í stofunni sem er engu lík.

Nóttin í þessari stórkostlegu lúxusvillu er sannarlega ekki ókeypis, en yfir sumartímann kostar hún 4.876 sterlingspund, eða rúmlega 858 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is