Flugfreyja grunuð um að hafa verið drukkin í vinnunni

Flugfreyja British Airways var handtekin við lendingu á Gatwick í …
Flugfreyja British Airways var handtekin við lendingu á Gatwick í síðustu viku grunuð um að hafa sinnt starfi sínu undir áhrifum áfengis. Reuters

Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á Gatwick-flugvelli í Bretlandi grunuð um að hafa verið undir áhrifum áfengis meðan hún sinnti starfi sínu um borð í vélinni.

Breska götublaðið Sun greindi fyrst frá.

Flugstjóri British Airways hringdi í lögreglu og tilkynnti samstarfskonu sína í fluginu á leið heim til Bretlands frá Gran Canaria. Var hún handtekin á fimmtudag í síðustu viku en lögregla staðfesti handtöku hennar og einnig að hún sé laus úr haldi lögreglu gegn tryggingu.

Rannsókn málsins er nú hjá lögreglunni en British Airways aðstoðar við rannsóknina. Það staðfesti talsmaður flugfélagsins við fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert