Grínaðist með sprengju um borð

Atvikið átti sér stað um borð í vél Cebu Pacific …
Atvikið átti sér stað um borð í vél Cebu Pacific á mánudag. AFP

Konu var vísað frá borði vélar Caebu Pacific í Davao í Filippseyjum eftir að hún sagði brandara um sprengju. Brandarann sagði hún rétt fyrir brottför og var henni vísað frá borði í kjölfarið. GMA greinir frá.

Tafðist flug vélarinnar um rúmar tvær klukkustundir vegna atviksins sem átti sér stað á alþjóðaflugvellinum í Davao á mánudag.

Eðli eða alvara brandarans er ókunn en allir 220 farþegar vélarinnar þurftu að fara aftur frá borði á meðan öryggisleit fór fram í vélinni. Allur farangur var einnig athugaður aftur vegna brandara konunnar.

mbl.is