Tvö á slysadeild eftir mikla ókyrrð

Sjö farþegar slösuðust um borð í vél Qantas þegar hún …
Sjö farþegar slösuðust um borð í vél Qantas þegar hún lenti í mikilli ókyrrð yfir Regnbogaflóa. AFP

Tvær manneskjur voru fluttar á slysadeild eftir að hafa slasast um borð í flugi QantasLink til frá Brisbane til Hervey-flóa. Atvikið átti sér stað í gær, miðvikudaginn 1. febrúar.

Flugvélin var í um 16 þúsund feta hæð yfir Regnbogaflóa þegar hún lenti í mikilli ókyrrð. „Allt í einu heyrðist mikill skellur og nokkrir sem ekki voru með sætisbeltin spennt skölluðu loftið,“ sagði einn farþegi í samtali við 7 News. Einn flugliði missti meðvitund í ókyrrðinni sagði annar farþegi.

Eftir að hafa hringsólað um í nokkrar mínútur var vélinni snúið við aftur til Brisbane þar sem hún lenti rúmri klukkustund eftir að hún fór fyrst í loftið.

Alls slösuðust sjö manns um borð og flytja þurfti tvo á slysadeild. Aðrir hlutu aðhlynningu á flugvellinum.

Samkvæmt fréttum voru hin slösuðu ekki spennt í sætisbelti sín þegar ókyrrðin varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert