Sér fyrir endann á endurbótum á Notre-Dame

Notre-Dame-dómkirkjan í París mun endurheimta turnspíru sína á árinu.
Notre-Dame-dómkirkjan í París mun endurheimta turnspíru sína á árinu. Ljósmynd/Unsplash

Notre-Dame-dómkirkjan í París mun á þessu ári endurheimta turnspíru sína. Farið er að sjá fyrir endann á framkvæmdum í kirkjunni eftir eldsvoðann sem varið árið 2019. Fyrirhugað er að framkvæmdum ljúki undir lok næsta árs, fimm árum eftir að bruninn varð.

Því er ljóst að Notre-Dame verður ekki opin áður en París heldur Ólympíuleikana sumarið 2024,

Um 12 milljónir heimsóttu kirkjuna árlega áður en bruninn varð en hún er eitt helsta kennileiti borgarinnar ásamt Eiffel-turninum.

Turnspíran, sem hönnuð var arkitektinum Eugene Viollet-Le-Duc þegar dómkirkjan var endurhönnuð á 19. öld, mun koma aftur á sinn stað fyrir lok árs 2023. Var það eftirminnilegt augnablik þegar turnspíran féll af kirkjunni í brunanum sem varð 15. apríl 2019.

Turnspíran var endurgerð eftir hönnun Viollet-Le-Duc og smíðuð úr 500 tonnum af eikarvið og 250 tonnum af blýi. Þegar hún kemur aftur á sinn stað nær hún upp í 100 metra hæð.

Mikill eldsvoði varð í Notre-Dame árið 2019.
Mikill eldsvoði varð í Notre-Dame árið 2019. AFP
Það var eftirminnilegt augnablik þegar turnspíran féll í eldsvoðanum.
Það var eftirminnilegt augnablik þegar turnspíran féll í eldsvoðanum. AFP
mbl.is