Í fokdýrum Chanel-þveng við Karíbahafið

Kylie Jenner klæddist Chanel-bikiníi í sólinni.
Kylie Jenner klæddist Chanel-bikiníi í sólinni. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner birti á dögunum sjóðheita myndaröð af sér í glæsilegum sundfötum frá tískuhúsinu Chanel við Karíbahafið. 

Jenner stillti sér upp á sundlaugarbakkanum þar sem hún sólaði sig í litríku „vintage“ bikiníi frá Chanel sem þakið er glitrandi steinum. 

Bikiníið er úr vorlínu Chanel frá árinu 1995 og var hannað af Karl Lagerfeld. Á vef Page Six kemur fram að bikiníið kosti rúmlega 10 þúsund bandaríkjadali, eða rúmlega 1,4 milljónir króna á gengi dagsins í dag. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie (@kyliejenner)

Flaug beint heim í umdeilt afmæli

Eftir sólríkt frí við Karíbahafið flaug Jenner heim til Los Angeles með hraði og hélt upp á afmæli barnanna sinna.

Dóttir Jenner varð fimm ára síðastliðinn miðvikudag, en sonur hennar, Aire, varð eins árs á fimmtudaginn. 

Afmælið vakti þó nokkra athygli, en þemað var Astroworld og hefur verið gagnrýnt harðlega. Þemað þykir bæði óviðeigandi og taktlaust vegna slyssins sem varð á samnefndri tónlistarhátíð 2021. 

mbl.is