Ekkert nema glimmer og pallíettur

Fötin sem Ashish Gupta hannar eru litrík og stórkostleg. Hægt …
Fötin sem Ashish Gupta hannar eru litrík og stórkostleg. Hægt verður að sjá verk hans í London í sumar. Skjáskot/Instagram/ashish

Áhugamenn um tísku, glimmer og pallíettur ættu að skella sér til London á næstu vikum eða mánuðum til þess að sjá yfirlitssýninu á verkum tískuhönnuðarins Ashish Gupta.

Gupta á að baki langan og farsælan feril sem fatahönnuður og þetta er í fyrsta sinn sem haldin er yfirlitssýning á verkum hans. Hann er þekktur fyrir pallíettur í öllum helstu regnbogalitum og vekja fötin oftar en ekki gleði og hamingju hjá fólki. 

Sýningin sem ber heitið Ashish: Fall in Love and Be More Tender opnar 1. apríl í Willam Morris Gallery í London og stendur til 10. september.

„Ég held að fólk átti sig ekki endilega á því að hver einasta pallíetta er handsaumuð. Þetta er engin fjöldaframleiðsla,“ segir Joe Scotland einn af sýningarstjórum sýningarinnar.

Gupta hefur einnig gagnrýnt yfirvöld með hönnun sinni en frægast er slagorðið hans „More Glitter, Less Twitter“ og var hann þá að bregðast við sigri Trumps í kosningum árið 2016. Þá hannaði hann einnig svokallaðan innflytjenda stuttermabol sem svar við Brexit-umræðunni í Bretlandi. Þá hefur hann einnig barist fyrir réttindum hinsegin fólks og fær mikið vægi á sýningunni.

„Það hefur verið mjög áhugavert að sjá þetta í nýju samhengi. Ég leit aldrei á mig sem pólitískt þennkjandi manneskju þegar ég var yngri. Ég áttaði mig aldrei á hversu íþyngjandi það er að vera innflytjandi og ég er enn að sjá nýjar hliðar á því,“ segir Gupta í viðtali við Vogue.

Ashish Gupta er frægur fatahönnuður.
Ashish Gupta er frægur fatahönnuður. Skjáskot/Instagram

View this post on Instagram

A post shared by Ashish Gupta (@ashish)

View this post on Instagram

A post shared by Ashish Gupta (@ashish)mbl.is