AirTag laumað á töskur ferðamanna án þeirra vitundar

Samsett mynd

Ástralskir ferðamenn hafa verið hvattir til að passa sérstaklega upp á farangur sinn þegar þeir ferðast til Balí eftir að óhugnanlegt atvik kom upp þar staðsetningarbúnaðinum AirTag var laumað á tösku ferðalanga án þeirra vitundar og staðsetningin rakin.

Emily Sinclair ferðaðist nýverið til Balí í fyrsta skipti þegar hún lenti í óhugnanlegu atviki. Hún hafði verið á ferðalagi um Balí í nokkra daga þegar hún heyrði „undarlegt hljóð“ koma frá einni af tösku sinni. 

Þá kom hún auga á staðsetningarbúnað sem hún telur að hafi verið sett á töskuna við komu á flugvellinum. „Ég tók rafhlöðuna strax úr og sá að hún var framleidd í Indónesíu,“ sagði hún í samtali við 7News.

„Þetta olli mikilli hræðslu“

Sinclair segist vera vön og varkár ferðalangur og hafi aldrei lent í öðru eins. Þá hafi bakpokinn aldrei farið af baki hennar og segir aðalhólfið á töskunni hafa verið læst. „Tækið fannst í fremsta vasa bakpokans sem ekki er hægt að læsa,“ útskýrði hún.

Atvikið hefur vakið mikinn óhug, en Sinclair er hins vegar alls ekki sú fyrsta sem lendir í því að AirTag sé laumað á ferðatösku. Í byrjun mars sagði Love Island-stjarnan Montana Brown frá svipuðu atviki þar sem ókunnugur maður hafði sett AirTag á farangur hennar til að rekja staðsetningu hennar á meðan hún var á ferðalagi um Los Angeles.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert