Hótelið þar sem símar eru bannaðir

Hótelið sem er í eigu klúbbsins Soho House er við …
Hótelið sem er í eigu klúbbsins Soho House er við ströndina í litlum sjávarbæ. Skjáskot/Instagram

Í Barcelona er lítið hótel við sjávarsíðuna sem heitir Little Beach House og er rekið af einkaklúbbnum Soho House. Húsið er frá sjötta áratugnum og þar ríkir afslappaður andi þar sem fólk er hvatt til þess að leggja símana frá sér.

Staðsetningin er mjög góð en hótelið er í litla sjávarplássinu Garraf. 

Það má aðeins tala í símum á þar til gerðum svæðum og alls ekki hanga á samfélagsmiðlum. Hótelið státar af 17 svefnherbergjum og umhverfið í kringum hótelið er töfrum þrungið. Herbergin eru lítil en mörg þeirra hafa útsýni yfir hafið.

Þeir sem eru ekki meðlimir í Soho House geta greitt auka gjald fyrir að gista þarna.

Baðkar með útsýni yfir hafið.
Baðkar með útsýni yfir hafið. Skjáskot/Instagram
Stemmingin er afslöppuð.
Stemmingin er afslöppuð. Skjáskot/Instagram
Strandarfílingur er allt um lykjandi.
Strandarfílingur er allt um lykjandi. Skjáskot/Instagram
Hótelið er byggt í strandarkofa stíl.
Hótelið er byggt í strandarkofa stíl. Skjáskot/Instagram
mbl.is