Ragga nagli nýtur lífsins í Egyptalandi

Ragnhildur birti einnig mynd á Instagram af hjónunum við ána …
Ragnhildur birti einnig mynd á Instagram af hjónunum við ána Níl. Samsett mynd

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, er ævintýragjörn og dugleg að skoða heiminn ásamt eiginmanni sínum, Snorra Steini Þórðarsyni. Hjónin eru um þessar mundir á ferðalagi í Egyptalandi, en það hefur verið langþráður draumur Ragnhildar.

Egyptaland er sögufrægt land sem státar af einni elstu siðmenningu í heimi og er því margt að upplifa og skoða. Hjónin heimsóttu einn vinsælasta áfangastað ferðamanna, Sfinxinn í Gísa, en það er stytta af goðsagnaveru með mannshöfuð. Styttan situr á vesturbakka Nílar, nálægt Kaíró.

Ragnhildur, sálfræðingur, einkaþjálfari og áhrifavaldur, var himinlifandi með heimsóknina en hún birti skemmtilega mynd af sér á Facebook-síðu sinni í gærdag.

„Hafið engar áhyggjur af mér krakkar mínir. Ég hef það mjög gott í Egyptalandi að upplifa langþráðan draum,” skrifaði Ragnhildur við myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert