Fagmennska á fjöllum skiptir máli

Jón Heiðar Andrésson er um þessar mundir að bæta við …
Jón Heiðar Andrésson er um þessar mundir að bæta við sig alþjóðlegri vottun fjallaleiðsögumanna. Hann verður annar aðilinn í landinu með IFMGA-vottunina, sem gerir gæði leiðsögu ennþá meiri í landinu.

Jón Heiðar Andrésson er um þessar mundir að bæta við sig alþjóðlegri vottun fjallaleiðsögumanna. Hann verður annar aðilinn í landinu með IFMGA-vottunina, sem gerir gæði leiðsögu ennþá meiri í landinu. 

Jón Heiðar segir að allir geti farið í ævintýraferðir ef þeir eru í fylgd með góðum fagmanni. Sjálfur hefur hann starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1998. Hann hefur þó verið með sérstaka áherslu á fjallaleiðsögn frá árinu 2008.

Jón Heiðar segir að allir geti farið í ævintýraferðir ef …
Jón Heiðar segir að allir geti farið í ævintýraferðir ef þeir eru í fylgd með góðum fagmanni.

Þó almenningur sjái sig kannski ekki fyrir sér í klettaklifri, ísklifri eða alpaklifri, þá segir hann ýmislegt í boði fyrir nýliða sem og lengra komna.

„Maður tekur aðeins meiri áhættu þegar maður er ekki í vinnunni. Klifrar á erfiðari stöðum og stundum fara hlutirnir þá ekki alveg eins og maður vonaðist til. En fyrir þá sem eru óvanir þá mæli ég með fyrir alla að klifra norðausturhrygg Skessuhorns (Skarðsheiði) í fylgd fagmenntaðs fjallaleiðsögumanns.“

Jón Heiðar segist taka meiri áhættur þegar hann fer sjálfur …
Jón Heiðar segist taka meiri áhættur þegar hann fer sjálfur á fjöll en þegar hann er að leiðsegja fólki.

Hann segir fagmennsku á fjöllum skipta jafn miklu máli og annars staðar í lífinu.

„Ég er að ljúka námi sem IFMGA-fjallaleiðsögumaður sem er alþjóðleg vottun fjallaleiðsögumanna. Það er einungis einn þannig vottaður fjallaleiðsögumaður á Íslandi í dag. Við erum tveir í þessu námi í dag svo bráðlega verðum við þrír á landinu með þessi réttindi.“

Gleði og frelsi á fjöllum.
Gleði og frelsi á fjöllum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »