Brjáluð bræðisköst – hvað er til ráða?

Í bræðisköstum er mikilvægt að leitast við að fjarlægja barnið …
Í bræðisköstum er mikilvægt að leitast við að fjarlægja barnið úr sínum aðstæðum svo það geti náð tök skapi sínu. vitapix

Bræðisköst er dæmi um hegðun sem sum börn sýna aldrei en önnur stundum. Mikilvægt er að hafa í huga að miklar líkur á að einfaldir þættir á borð við þreytu, svengd og álag spili stóra rullu í bræðisköstum frekar en botnlaus frekja í barninu. Einnig er mikilvægt að hafa  í huga að að þegar eldri börn missa stjórna á skapi sínu er mögulegt að foreldrum finnist vera barnið of gamalt fyrir slíka framkomu en í slíkum tilfellum getur álagið verið falið; svo sem stríðni, einelti, vanlíðan í skóla eða einhverjar voðalegar áhyggjur sem barnið hefur en felur fyrir foreldrum sínum. Dæmi um slíkt gæti verið yfirvofandi heimsendir, eða dauði nákomins ættingja - eða eitthvað annað óraunverulegt sem barnið hefur meðtekið úr umhverfi sínu, kvikmynd eða samtali fullorðinna. Barn getur einnig verið miður sín yfir veikindum í fjölskyldunni eða til dæmis yfirvofandi skilnaði foreldra ef staðan er ekki rædd við barnið. Vandi er almennt viðráðanlegri ef hann er ræddur frekar en þegar hann er falinn eða látið sem hann sé ekki til staðar.

Mikilvægt að aðstoða barnið í bræðisköstum

Í bræðisköstum er mikilvægt að leitast við að fjarlægja barnið úr sínum aðstæðum svo það geti náð tök skapi sínu. Það getur líka verið rétt að yfirgefa barnið ef það er í öruggu umhverfi því stundum getur athygli fullorðinna viðhaldið stjórnleysinu. Til dæmis með því að fara í annað herbergi ef það missir stjórn á sér í stofunni og bíða átekta. Í öðrum tilvikum, einkum þegar um ung börn er að ræða getur eina leiðin til að róa barnið verið sú að halda barninu því föstu og rugga því taktfast þar til það róast og nær stjórn á eigin skapsmunum. Þá fyrst er hægt að ræða við það um orsakir og afleiðingar. Einnig getur verið æskilegt að leyfa barninu að jafna sig alveg, bíða um hríð og leyfa því að gera aðra hluti og koma til þess síðar til að ræða hegðun þess svo það nái smávegis fjarlægð frá stjórnleysinu og geti frekar viðurkennt það sem það hefði ekki átt að segja og/eða gera. 

Mikilvægt er að gera ekki lítið úr bræðiskastinu og virða tilfinningar barnsins án þess að hampa hegðuninni því flestum börnum líður illa eftir að hafa misst stjórn á skapi sín, rétt eins og fullorðnir og vilja aðstoð. Þegar foreldri eða annar aðstandandi hefur fundið leið til að hjálpa barninu er rétt að fara í gegnum ástæður þess að barnið missti stjórnina til að hjálpa því að koma í veg að hegðunin endurtaki sig. Í tilfelli barna á skólaaldri getur verið mikilvægt að tala við kennara og kanna hvort barnið eigi til að missa einnig stjórn á sér í skólanum.

Sömuleiðis er mikilvægt að gera barninu grein fyrir því að hegðun þess hafi áhrif á alla aðra í fjölskyldunni, einnig vini þess og skólafélaga þegar það á við. Einnig að útskýra fyrir barninu að foreldrum líði illa yfir því að barnið missi stjórn á skapi sínu og það sé mikilvægt að svona hegðun endurtaki ekki eða eins sjaldan og hægt er.

Athugið að þessi ráðin hér eru almenns eðlis og taka ekki mið af börnum með greiningar af ýmsu tagi eða fatlanir sem getur framkallað hegðun sem þau ráða oft ekki við.

Grein þessi er lauslega byggð á umfjöllun í www.parents.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert