Gæti barnið þitt verið lesblint?

Fjölmargir foreldrar og aðrir aðstandendur barna velta því fyrir sér …
Fjölmargir foreldrar og aðrir aðstandendur barna velta því fyrir sér hvort barnið þeirra gæti verið lesblint.

Fjölmargir foreldrar og aðrir aðstandendur barna velta því fyrir sér hvort barnið þeirra gæti verið lesblint. Ef foreldrar verða varir við dæmigerð einkenni lesblindu hjá börnunum sínum er ástæða til að láta kanna málið. Ef sú greining verður ofan á er mikilvægt að hafa í huga að þó lesblinda valdi vissulega erfiðleikum í námi þar sem lestur er lagður til grundvallar, þá búa lesblind börn og einstaklingar oft yfir öðrum hæfileikum svo sem góðri form- og þrívíddarskynjun en ýmsar bækur og lesefni er til um náðargáfu lesblindunnar (e. the gift of dyslexia). Sömuleiðis er mikilvægt að hafa í huga það er engan veginn sambærilegt að vera lesblindur í dag miðað við fyrir til dæmis 20 árum. Mun meiri skilningur er á eðli lesblindu og geta flest lesblind börn fengið aukaaðstoð, lengri próftíma og fleira sem aðstoðar þau þau í hefðbundnu námi. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að lesblinda er engan veginn merki um skerta greind barna

Því fyrr sem barnið fær greiningu, því betra

Nokkur merki þess að barn gæti verið lesblint er til að mynda erfiðleikar með að þekkja stafina, lesa einföld orð þegar það á að hafa aldur til og fengið kennslu, erfiðleikar við að skrifa og í sumum tilvikum einnig erfiðleikar með að þekkja tölur. Ef barnið er á eftir skólafélögum sínum í þessum þáttum er skynsamlegt að skoða betur hvort um lesblindu sé að ræða. Því fyrr sem barnið fær greiningu og því fyrr sem foreldrar átta sig á vandanum, því fyrr er hægt að grípa inn og aðstoða barnið og koma í veg fyrir að það líði fyrir lesblinduna svo sem með skertu sjálfsmati og annarri vanlíðan. 


Börn eru misfljót að þekkja bókstafina og misáhugasöm um lestur. Það er enginn ástæða til að ætla að öll börn á aldrinum 5-7 ára, sem er algengasti aldurinn þegar börn byrja læra lesa, forgangsraði því sem þau hafa mestan áhuga á í samræmi við það sem foreldrar, afar og ömmur myndu vilja að börnin hefðu mestan áhuga á, svo sem lestur. Þannig þarf það ekki að vera merki um lesblindu ef barn er á eftir skólasystkinum sínum eða eldri systkinum að læra lesa. Sömuleiðis getur barn sem er eðlilegt í þroska og greind verið hæglæst án þess að vera lesblint. Hvenær og hvort eigi að láta kanna hvort barnið sé lesblint hlýtur því alltaf að vera mat foreldra hverju sinni og þau ættu að geta leitað til kennara barnsins varðandi næstu skref.

Nokkur dæmigerð einkenni lesblindu í tengslum við lestur, skrift og talnalestur eru:

- Barn sem hefur síðri skilning á skrifuðum texta en munnlegum skilaboðum
- Á erfitt með skrift og stundum margar tilraunir með fremur einföld orð, svo sem hofra, horffa, horrfa, horfa.
- Á erfitt með og sýnir litlar framfarir að aðgreina stafi sem eru líkir, svo sem b/d, p/g, p/q, n/u, d/ð, þ/p
- Illskiljanleg handskrift með nokkrum tilraunum til að skrifa orðin rétt og rangt skrifuðum stöfum og ruglast oft á líkum orðum
- Gangur í lestrarfærni er hægur og erfiðleikar við að blanda saman hljóði ólíkra stafa.
- Á erfitt með að aðskilja atkvæði í orði og vita hvenær orð hefst eða því lýkur
- Hikandi og stirður lestur, einkum þegar lesið er upphátt.
- Missir út orð við lestur eða bætir við orðum sem ekki eru í texta
- Kannast ekki við algeng orð
- Áttar sig ekki á samhengi sögu sem það les og missir af helstu skilaboðum textans
- Ruglar saman upptalningu og talnaeiningum svo sem tugum, hundruðum og þúsundum.
Ruglar saman táknum eins og + og x
- Á erfitt með að muna hluti sem raðað er upp í númeraröð

Lesblint barn getur átt erfitt með að aðgreina líka stafi …
Lesblint barn getur átt erfitt með að aðgreina líka stafi svo sem b/d, p/g, p/q, n/u, d/ð, þ/p


Sömuleiðis geta lesblind börn einnig átt erfitt með að læra á klukku og muna hvaða vikudagur eða mánuður er og fleiri þætti sem viðkemur persónulegri skipulagningu.
Æskilegt er að hafa í huga að lesblinda er ekki merki um skerta greind þó hún geti vissulega hamlað börnum í bóknámi og sömuleiðis mikilvægt að muna að lesblinda hefur ólíkar birtingamyndir eftir því hver á hlut og lesblindir einstaklingar geta verið misöflugir í lestri, skrift og talnaskilningi. Reyndar eru til aðrir flokkar, sem stundum eru nefndir undirflokkar lesblindu (dyslexiu) sem er skrifblinda (dysgraphia) og og talnablinda (discalculia).

Grein þessi er lauslega byggð á grein um lesblindu í crossboweducation.com og Lesblind.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert