Notaði átta óléttupróf

Breska sjónvarpsstjarnar átti erfitt með að treysta fyrstu sjö óléttuprófunum.
Breska sjónvarpsstjarnar átti erfitt með að treysta fyrstu sjö óléttuprófunum.

Breska sjónvarpsstjarnan Christine Lampard á von á barni með eiginmanni sínum Frank Lampard, fyrrum leikmanni Chelsea, en hún trúði ekki að hún væri ólétt fyrr en hún var búin að prufa átta óléttupróf.

Christine, sem er þáttastjónandi spjallþáttarins Loose Women á ITV sjónvarpsstöðinni, tilkynnti nýlega að hún væri gengin 21 viku með sitt fyrsta sitt fyrsta barn og eiginmannsins Frank Lampard en þau gengju í hjónaband árið 2015.

Hún hafi þó komist að þunguninni fyrr en kaus að segja ekki frá fyrr en í miðri síðustu viku þar sem hún var bæði smeyk og hjátrúarfull. Hún vildi komast í 19 vikna skanna til staðfestingar um að allt væri í lagi áður en hún tilkynnti umheiminum gleðitíðindin.

Christine er 39 ára gömul og þetta er hennar fyrsta barn. „Ég var satt að segja ekki að reyna að verða ólétt. Ég held að stundum skipuleggi fólk hlutina of mikið en hjá okkur vildum við bara slaka á og sjá hvort eitthvað myndi gerast. Ég er augljóslega ekki 18 ára lengur þannig að við vissum ekki hverju við ættum von á en við erum búin að eiga afskaplega ljúfar stundir eftir að við fengum fréttirnar,“ segir í Christien í samtali við the Evening Standard.

„Mér leið öðruvísi, ég get ekki útskýrt hvernig og hugsaði með mér .. getur það verið? Og þá varð ég hrædd um að verða of spennt, en svo notaði ég prófið, reyndar ansi mörg próf, og svo lá niðurstaðan allt í einu fyrir, reyndar nokkrum sinnum!“

Hún segist hafa haldið fréttunum fyrir sig til að byrja með því Frank hafi verið að heiman. Því hafi hún ekki deilt fréttunum með þessari fyrrum fótbolta hetju Englands fyrr en hann var kominn heim því hún vildi ekki deila þeim símleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert