Sex leiðir til að fá barnið til að hlusta

Jafneinfalt og það ætti að vera getur það verið ótrúlega …
Jafneinfalt og það ætti að vera getur það verið ótrúlega flókin áskorun fyrir foreldra að fá barnið til að hlusta. mbl.is/thinkstock

Heilbrigð samskipti eru grunnurinn að góðu sambandi. Hver kannast ekki við þá tilfinningu að ekki sé hlustað á mann eða að vera misskilinn? Við slíkar aðstæður er auðvelt að verða pirraður og maður er síður tilbúinn til að útskýra tilfinningar sínar eða skoðanir. Með góðum samskiptum er mögulegt að sniðganga flest rifrilfdi og almennt stuðla að friði innan veggja heimilisins.

En hvernig á að fá börn til að hlusta – og hvernig er best að eiga í samskiptum við þau?

Eftirfarandi skref eru tiltölulega einföld og hugsuð til að stuðla að góðum samskiptum milli foreldra og barna:

1. Horfðu á þau 

Færðu þig niður á þeirra stig og náðu augnsambandi. Haltu ró þinni og ekki grípa inn í eða trufla barnið. Veittu barninu alla þína athygli. 

2. Notaðu þeirra orð 

Þegar barnið hefur lokið máli sínu, skaltu notast við orð þess. Endurtaktu það sem það sagði til að ganga úr skugga um að þú hafir skilið það rétt.

3. Skýra greinilega frá 

Fáið á hreint hvort það sem þú sagðir sé það sem barnið vildi meina. Biddu barnið um að leiðrétta ef svo er ekki.

4. Segðu þína skoðun varðandi viðfangsefnið

Athugið að barnið skal einnig fylgja þeim fordæmum sem þú fórst eftir meðan það fékk að tala.

5. Fáðu þau til að endurvarpa sínum skilningi 

Biddu barnið að útskýra hvernig það skilur samhengið.

6. Komist að sameiginlegri niðurstöðu/samþykki (ef mögulegt er)

Ef erfitt reynist að ná sameiginlegri niðurstöðu, endurtakið þá skrefin. Takið þá ákvörðun sem þið teljið réttasta.

Meðfylgjandi er myndskeið á ensku þar sem greint er frá hverju skrefi, sem og tvö skýringarmyndbönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert