Hinn fullkomni blundur ungbarnsins

Klæðið barnið í þægileg og létt föt; eitthvað sem andar …
Klæðið barnið í þægileg og létt föt; eitthvað sem andar vel. Búið þannig um að því sé ekki of heitt og ekki of kalt. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Öll vitum við að góður svefn er gulls ígildi. Meðan við sofum fær líkaminn tækifæri til að hvílast og dafna. Eftir því sem einstaklingurinn er yngri, þeim mun meiri svefn þarf hann. Ungabörn sofa jafnan 16-19 klukkustundir á sólarhring til að byrja með. Þriggja mánaða barn sefur yfirleitt 13-15 klukkustundir á sólarhring og svona heldur ferlið áfram.

Eftirfarandi eru þrjú einföld skref ætluð til að veita ungbarninu hinn fullkomna lúr:

1. Búið vel um barnið

Klæðið barnið í þægileg og létt föt; eitthvað sem andar vel. Búið þannig um að því sé ekki of heitt og ekki of kalt. Gefið barninu næturbleyju svo væta trufli ekki svefninn. Ungabörnum þykir gott að að vera þétt vafin inn í sængina sína. Séu þau óróleg hjálpar þetta þeim að róast. 

2. Munið eftir snuðinu

Sumir vilja meina að gefa barninu snuð þegar það fer að sofa sé verndandi gegn vöggudauða. Mælt er þó gegn því að venja barnið á snuð á meðan brjóstagjöf er fyrst að fara af stað. Yfirleitt er miðað við u.þ.b. 3 vikur. En barnið verður að fá tækifæri til að örva mjólkurmyndandi frumur brjóstsins fyrst um sinn. 

3. Líkið aðstæðum við hefðbundinn háttatíma

Endurleikið röð atburða sem eiga sér stað á venjulegum háttatíma (á kvöldin); klæðið börnin í náttföt, gefið þeim bað, lesið bók eða hvað svo sem tíðkast á heimilinu. Slökkvið svo ljósin. Eftir u.þ.b. viku ætti barnið að eiga auðveldara með að sofna og framvindan þarf þess vegna ekki að vera eins yfirferðamikil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka