#Verstusumarstörfin

Fjölmargir unglingar byrja sinn starfsframa í unglingavinnunni. Sennilega er oftast …
Fjölmargir unglingar byrja sinn starfsframa í unglingavinnunni. Sennilega er oftast gaman, en þó er liklegt að mörgu sunnlensku ungmenninu hafi fundist frekar blautt í sumar. Spurning hvort slíkt geti flokkast sem #verstasumarvinnan? mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Vinnan göfgar manninn er orðatiltæki á íslensku og engum vafa undirorpið að ágæti þess að vinna hefur gegnum tíðina verið hampað á Íslandi. Ekki síst vinnu ungmenna, enda byrja þau almennt ung að vinna. Þau fá að heyra að þau hafi gott af því að vinna en yfirleitt eru fyrstu störfin barnapössun, unglingavinna og vinna í stórmörkuðum. Á seinustu öld þótti göfugast af öllu að senda ungmenni í sveit, til þess einmitt að læra að vinna, en með breyttum landbúnaðarháttum heyrir það til undantekninga að börn og ungmenni séu send í sveit til að vinna.

En það er ekki bara á Íslandi sem ungmenni byrja snemma að vinna. Það er líka lenska víða í Bandaríkjunum og víðar en nýlega gekk á Twitter skemmtilegur leikur þar sem fólk rifjar upp hrikalegustu en oft fyndnustu reynslu sína af fyrstu sumarvinnunni. Það var spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon sem hóf þennan leik með því að kalla eftir upplýsingum frá fólki um verstu sumarvinnuna. 

Hér eru nokkur dæmi en áhugasamir geta leitað uppi fleiri dæmi með myllumerkinu #worstsummerjob á Twitter. Hver veit nema sambærilegur leikur fari af stað hérlendis með myllumerkinu #verstasumarvinnan?

Jimmy Fallon reið á vaðið með bernskuminningu um sína verstu sumarvinnu. 

Of skuldbundinn samfélaginu til að hætta að slá gras

„Eitt sumarið hengdi ég upp skilti þar sem ég bauðst til að slá gras fyrir fólk. Ég reyndi að hætta því þegar ég var orðinn slæmur af ofnæmi en pabbi leyfði mér ekki að hætta af því að ég væri „búinn að skuldbinda mig gagnvart samfélaginu“.“

Sópaði upp eistum

Edna Mode skrifar að hún hafi einu sinni unnið við að sópa upp og henda eistum á dýralæknastofu sem sérhæfði sig í geldingu.  

Lék fuglahræðu 10 ára 

„Ég var 10 ára og heimsótti sveitabýli afa míns. Hann gaf mér 10 dollara fyrir að leika fuglahræðu. Ég stóð þarna úti í brennandi sólinni og hrópaði á fugla þangað til mamma kom og hrópaði á afa.“


Ekki með rétta andlitið til að vera frammi í versluninni

Vincent Price segir að þegar hann vann í Abercrombie (sem er einmitt lítil borg í Norður-Dakóta sem nú hefur verið í fréttum út af öðru máli) hafi hann spurt af hverju hann hafi alltaf þurft að vinna inni á lager í verslun þar sem hann vann. Yfirmaður hans svaraði því til að hann væri ekki með „frammi-í-búð-andlit.“

 Hreinsaði eynamerg

Ryan Moran segir að eitt sumarið hafi hann starfað ásamt mömmu sinni í verksmiðju sem framleiddi heyrnartæki við að hreinsa eyrnamerg af biluðum heyrnartækjum.

Það er á lífi!

Kelly Belland segist hafa unnið í vísundabúningi í heilt sumar á sögulegum ferðamannastað þar sem fimm ára börn fengu að elta hana uppi á vísundaveiðum. Eitt sinn, eftir að hafa verið „drepin“ af börnuum á veiðum hafi hún andað títt vegna þess hve hún hafi hlaupið mikið. Þá hafi eitt barnið hrópað „Það er á lífi“ og kýlt hana í andlitið. 

Hundurinn dó

Margret Stewart segir að sumar eitt, þegar hún var um 10 ár gömul, hafi nágrannar ráðið hana til að hugsa um gamlan hund meðan þau voru út úr bænum. Hundurinn hins vegar drapst á degi tvö. 



Hér má heyra snillinginn sjálfan, Jimmy Fallon, segja frá verstu sumarstörfunum sem hann valdi af þeim sem brugðust við ósk hans um að segja frá vondum sumarstörfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert