Kanntu réttu trixin við lúsaleitina?

Mikilvægt er að kemba fjölskylduna þegar tilkynnt er um lúsagang.
Mikilvægt er að kemba fjölskylduna þegar tilkynnt er um lúsagang. mbl.is/Thinkstockphotos

Lúsapóstar byrja jafnan að streyma þegar farið er að hausta og skólarnir byrjaðir. Þó svo marga klæi undan lúsum er ekki nóg að stóla á slík einkenni og því mikilvægt að kunna að leita að þeim. 

Að nota kamb er besta aðferðin til að koma auga á þessi litlu skorkvikindi og bendir landlæknir á að nota kamb með stífum teinum og hafa góða birtu svo hægt sé að greina lýsnar. Gott er að vera með eldhúspappír við höndina til þess að strjúka af kambinum á milli stroka og vera með hvítt blað undir þegar greitt er í gegnum hárið. 

Egg lúsa kallast nit og þar sem lýs geta verpt tíu eggjum á dag vill enginn vera með höfuðlús of lengi. Eggin líta í fyrstu út eins og flasa en eru föst við hárið og finnast helst ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi. 

Í danska myndbandinu hér að neðan má sjá tvær mismunandi aðferðir við að kemba og leita eftir lús. Ef verið er að leita á höfði barns er gott ráð að koma barninu fyrir á stól fyrir framan sjónvarpið til þess að dreifa athygli þess. Það er gott ráð að skola hárið og setja næringu í það áður en leitin hefst. Næringin er skoluð úr eftir að búið er að leita að lúsinni. Eins og sýnt er í myndbandinu er mikilvægt að kemba hvert svæði vel og vandlega. 

Finnist lús, jafnvel bara ein, er það merki um að viðkomandi er með höfuðlús og þarf meðferð. Það er ekki síður mikilvægt að tilkynna lúsafundinn til skóla. 

Mömmur og pabbar geta líka fengið lús.
Mömmur og pabbar geta líka fengið lús. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert